Valkyrjustjórnin fór ekki að þingsköpum þegar þingmálaskrá var kynnt í fjölmiðlum í gær. þingsköp kveða á um að þingmálaskrá sé dreift að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra, sem fram fer í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðu fengu fyrst upplýsingar um …
Valkyrjustjórnin fór ekki að þingsköpum þegar þingmálaskrá var kynnt í fjölmiðlum í gær. þingsköp kveða á um að þingmálaskrá sé dreift að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra, sem fram fer í kvöld.
Þingmenn stjórnarandstöðu fengu fyrst upplýsingar um innihald skrárinnar við upphaf fjölmiðlafundarins, en þingmenn stjórnarflokka höfðu fengið kynningu á sameiginlegum þingflokksfundi. Spurð hvort hún væri ekkert hrædd við að móðga þingið með þessu, brosti Kristrún Forstadóttir forsætisráðherra í kampinn.
„Við fórum vel og vandlega yfir þetta og veltum þessu fyrir okkur,“ svaraði hún og sagðist aukinheldur búast við að það yrðu umfangsmiklar umræður um þingmálaskrána næstu daga og vikur.
Svaraði ekki um Trump-símtal
Kristrún var spurð út í það
...