Þingkosningar Kjörkassar sóttir á kjörstað í Garðabæ í nóvember sl.
Þingkosningar Kjörkassar sóttir á kjörstað í Garðabæ í nóvember sl. — Morgunblaðið/Eggert

„Nefnd­in var ein­róma um niður­stöðu sína um að kosn­ing­ar stæðu og út­hlut­un þing­sæta eft­ir að hafa farið mjög ít­ar­lega yfir málið,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kosn­inga.

Nefnd­in var stofnuð eft­ir að um­sögn lands­kjör­stjórn­ar var skilað til Alþing­is en þar kom fram að nokkr­ir ann­mark­ar hefðu verið á fram­kvæmd kosn­ing­anna.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Dag­ur að nefnd­in hafi fundað stíft og farið vel yfir málið. Kallaðir voru til gest­ir og um­sagn­ir fengnar frá þeim sem að mál­inu komu og má finna gögn nefnd­ar­inn­ar á vef Alþing­is þar sem þau eru op­in­ber.

Þing verður sett í dag og seg­ir Dag­ur að vinn­an í nefnd­inni hafi verið ánægju­legt upp­haf á þing­ferli sín­um.

„Mér fannst þing­menn, sem komu nátt­úru­lega þarna úr öll­um flokk­um sem eiga sæti á þing­inu, nálg­ast þessi mál af mik­illi yf­ir­veg­un og

...