![](/myndir/gagnasafn/2025/02/04/4233c459-f0cd-4e50-af0a-1ad672780609.jpg)
Á fyrstu hádegistónleikum ársins í Hafnarborg verður Guðmundur Karl Eiríksson gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar. Tónleikarnir verða í dag kl. 12 og er aðgangur ókeypis. Á efnisskrá tónleikanna, sem bera yfirskriftina „Gullhjarta og fjandsemi“, verða vel valdar aríur úr óperum eftir ítölsku tónskáldin Donizetti og Verdi. Guðmundur lauk framhaldsprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem hann lærði hjá Garðari Thor Cortes. Einnig stundaði hann nám við Söngskóla Sigurðar Demetz undir leiðsögn Kristjáns Jóhannssonar. Hann lauk svo diplómanámi á meistarastigi á Ítalíu undir leiðsögn barítónsins Renatos Brusons frá Accademia Renato Bruson.