Útlit er fyrir að Viggó Kristjánsson, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á nýloknu HM í handbolta, geti ekki leikið strax með sínu nýja liði í Þýskalandi, Erlangen, vegna hnémeiðsla. Vefmiðillinn Handball-world greinir frá því að Viggó hafi meiðst á HM og geti af þeim sökum ekki spilað með Erlangen gegn Flensburg í deildinni næstkomandi sunnudag.
Enska knattspyrnuliðið Tottenham hefur orðið fyrir enn einu áfallinu en nú er ljóst að rúmenski varnarmaðurinn Radu Dragusin leikur ekki meira á þessu tímabili og spilar væntanlega ekki aftur fyrr en seint á árinu eftir að hafa slitið krossband í hné.
Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Sherif Ali Kenney er á förum frá Valsmönnum eftir að hafa komið til þeirra fyrir yfirstandandi tímabil. Vísir greindi frá í gær. Eftir að Joshua Jefferson
...