Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Norður-Írlandi í vináttulandsleik í Belfast 10. júní. Þar með er leikjaplan liðsins frágengið því það mætir Skotlandi í Glasgow 6. júní. Þetta verður sjöunda viðureign Íslands og Norður-Írlands en íslenska…
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Norður-Írlandi í vináttulandsleik í Belfast 10. júní. Þar með er leikjaplan liðsins frágengið því það mætir Skotlandi í Glasgow 6. júní. Þetta verður sjöunda viðureign Íslands og Norður-Írlands en íslenska liðið hefur unnið fjórum sinnum og Norður-Írar tvisvar. Síðast mættust liðin árin 2006 og 2007 í undankeppni EM. Ísland vann báða leikina, fyrst 3:0 í Belfast og síðan 2:1 á Laugardalsvelli.