Ingibjörg Ólöf Isaksen
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni verða að meðaltali um sex þúsund manns á Íslandi fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári. Þetta eru staðreyndir sem kalla á aðgerðir. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á fjölskyldur, vini og samfélagið í heild.
Á síðasta ári lagði ég fram öðru sinni tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Þingheimur sameinaðist þá allur á bak við tillöguna, þvert á flokka, sem sýnir mikilvægi hennar sem og samstöðu okkar allra í því að vilja gera betur. Ég bind vonir við að slík samstaða verði einnig á nýju þingi þegar ég legg tillöguna fram að nýju.
Markmið þingsályktunartillögunnar er skýrt og byggist
...