Keppni í úrvalsdeild karla í handknattleik hófst að nýju í gærkvöldi eftir hlé þegar öll 15. umferðin fór fram. Topplið FH gerði þá jafntefli við Stjörnuna á meðan liðin þrjú fyrir neðan, Afturelding, Fram og Valur, unnu öll sína leiki. Aðeins örfá stig skilja nú liðin fjögur að.

Tvö neðstu liðin, ÍR og Fjölnir, töpuðu sínum leikjum og HK vann sterkan útisigur á Gróttu sem þýðir að Kópavogsliðið er í áttunda sæti, en átta efstu liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. » 22