![María Rut Kristinsdóttir](/myndir/gagnasafn/2025/02/05/5e5d60e4-88db-44b3-a1db-3adc9650b0b3.jpg)
Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður verkstjórn. Það er hressandi tilbreyting eftir sjö ára kyrrstöðustjórn að upplifa að hér sé komin til valda ríkisstjórn sem ætlar að ganga í verkin. Skera á hnútana. Í vikunni kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar með skilmerkilegum hætti. Um var að ræða yfirlit yfir frumvörp og aðrar aðgerðir fyrstu 100 dagana. Í fyrsta lagi kynntu formennirnir áform sín um að koma á stöðugleikareglu með frumvarpi strax í febrúar. Þannig verða engin ný útgjöld árið 2025 án þess að hagræða eða afla aukinna tekna á móti. Það er nauðsynlegt skref til að tryggja að betur sé farið með opinbert fé og til að stuðla að áframhaldandi lækkun vaxta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Ráðuneytum verður fækkað og það verður því spennandi að sjá hvað hagræðingarhópurinn leggur til þann 28. febrúar. Að auki boðar ríkisstjórnin nauðsynlegar bráðaaðgerðir í húsnæðismálum.
...