Páll Óskar gladdi aðdáendur með nýrri innsýn í líf sitt síðustu vikuna, á Instagram, eftir að hann þríkjálkabrotnaði eftir fall fyrir rúmri viku. „Ég er í góðum höndum og brosi ‚Through The Wire‘,“ skrifar hann við myndir sem …
— Samsett mynd/Instagram

Páll Óskar gladdi aðdáendur með nýrri innsýn í líf sitt síðustu vikuna, á Instagram, eftir að hann þríkjálkabrotnaði eftir fall fyrir rúmri viku. „Ég er í góðum höndum og brosi ‚Through The Wire‘,“ skrifar hann við myndir sem hann deilir á miðlinum, þar sem má meðal annars sjá tölvusneiðmynd af honum. Hann þakkar Guði fyrir englana sem gæta hans og fullvissar aðdáendur um að hann verði kominn aftur á svið mun fyrr en þá gruni.

Páll sagðist í viðtali við K100 búast við að vera mættur á svið í apríl eða maí. Nánar á K100.is.