Seðlabankinn steig jákvætt skref í gær, en hafði uppi varnaðarorð

Seðlabankinn lækkaði vexti sína um 0,5 prósentur í gær, sem er í samræmi við væntingar og einnig sama lækkun og við síðustu vaxtaákvörðun, sem var í nóvember síðastliðnum. Þetta eru jákvæð tíðindi og bera með sér að Seðlabankinn hefur trú á að verðbólguþróun verði í sömu átt og verið hefur.

Þó mátti heyra á forsvarsmönnum bankans í gær að ákveðin hætta væri á að verðbólga lækkaði ekki með þeim hætti sem spáð væri, en samkvæmt spánni fer verðbólgan í 3,5% á öðrum fjórðungi ársins og í verðbólgumarkmið, 2,5%, um mitt næsta ár. Og þeir töluðu um að ekki stæði til að létta á taumhaldi peningastefnunnar, það er að segja að lækka vexti hratt nema skýr merki væru um árangur í baráttunni við verðbólguna.

Úr orðum þeirra mátti einnig lesa að það skiptir meðal annars máli hvernig um semst í yfirstandandi kjaradeilum og seðlabankastjóri benti á að þeir hefðu áður lýst ánægju með þá samninga sem gerðir hefðu verið. Enginn þarf að efast um að ef vikið verður frá þeim viðmiðum

...