Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á glæpasögum Agöthu Christie. Hann þýddi fjölmargar bækur eftir hana og hefur margoft mært verk hennar. Það bar því vel í veiði um liðna helgi þegar Ragnar sótti góðgerðarsamkomu…
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á glæpasögum Agöthu Christie. Hann þýddi fjölmargar bækur eftir hana og hefur margoft mært verk hennar. Það bar því vel í veiði um liðna helgi þegar Ragnar sótti góðgerðarsamkomu í London þar sem aðalleikararnir úr Poirot-þáttunum komu saman.
„Þættirnir um Poirot með David Suchet hófu göngu sína árið 1989. Ég fylgdist með þeim vikulega, 13 ára gamall, og svo í mörg ár eftir það, þar til sýningum lauk 2013. Það var því ævintýri líkast að hitta alla aðalleikarana í London, og eitthvað sem 13 ára ég hefði ekki einu sinni látið sig dreyma um,“ segir Ragnar.
Leikararnir komu saman á sviði á sunnudagskvöld og kveðst Ragnar telja að það sé
...