Björk Straumfjörð Ingólfsdóttir, 78 ára kona fædd í Flatey á Breiðafirði, fékk staðfest síðastliðið haust hver faðir hennar er og hitti hann fyrst í Færeyjum skömmu síðar. Hún hafði gefið upp alla von um að komast að hinu sanna og Osmond Joensen, 97 …
![Sögustund Björk og Osmond höfðu um margt að spjalla eftir aðskilnaðinn.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/482ca307-ec91-49aa-a2b4-ce0221a37d94.jpg)
Sögustund Björk og Osmond höfðu um margt að spjalla eftir aðskilnaðinn.
— Ljósmyndir/Osvald Joensen
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Björk Straumfjörð Ingólfsdóttir, 78 ára kona fædd í Flatey á Breiðafirði, fékk staðfest síðastliðið haust hver faðir hennar er og hitti hann fyrst í Færeyjum skömmu síðar. Hún hafði gefið upp alla von um að komast að hinu sanna og Osmond Joensen, 97 ára gamli færeyski faðirinn, vissi ekki af tilvist hennar. „Þetta er sólskinssaga,“ segir hún.
„Ég fann hann loksins eftir 78 ár,“ heldur Björk áfram, en hún hefur búið í Danmörku undanfarin rúm 30 ár. Móðurafi hennar hét Ingólfur og því hefur hún verið skráð Ingólfsdóttir. „Svona gerist ekki á hverjum degi, en tæknin er ótrúleg.“ Þá vísar hún til þess að DNA-próf, sem send hafi verið ættfræðistofnuninni MyHeritage, hafi gert gæfumuninn.