Fjölskyldan Páley og Arnsteinn, börnin og tengdabörn ásamt föður Páleyjar, tekin á útskriftardegi eldri dótturinnar 17. júní 2023.
Fjölskyldan Páley og Arnsteinn, börnin og tengdabörn ásamt föður Páleyjar, tekin á útskriftardegi eldri dótturinnar 17. júní 2023.

Páley Borgþórsdóttir er fædd 6. febrúar 1975 í Vestmannaeyjum. „Ég ólst þar upp í návígi við náttúruna, sjóinn og fiskinn. Bjargsig með skátunum, sprang, sjóferðir, fjöruferðir, úteyjarævintýri og rannsóknarleiðangra um nýja hraunið. Þéttur vinskapur í einstökum árgangi þar sem frjálsræði X-kynslóðarinnar var allsráðandi. Engum kom við hvað við vorum að brasa og enginn spurði. Ég grátbað um að fá að fara í sveit enda mikill dýravinur og langaði að verða hestakona en pabba fannst það alltof hættulegt svo ég var bara í Eyjum í sumarvinnu á hakkavélinni í Ísfélaginu 13 ára. Ég fékk að mjólka fyrstu kýrnar hjá afa eiginmannsins í Stóra-Dunhaga þegar ég var að verða tvítug og krakkarnir á bænum áttu ekki orð yfir því að ég kynni ekki til verka. Á sumrin vann ég í fiski, í málningargenginu í slipp, masteraði körfubílinn og vann við upptöku skipa, á börum og veitingastöðum um helgar.

Ég fór

...