![Strætó Almenningssamgöngur eru þarfaþing, ekki síst milli landshluta.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/da6ff441-0e6b-40b7-a0f1-be8d8fbcf3dc.jpg)
Af einhverjum ástæðum er ómögulegt að kaupa eitt og sama árskortið í strætó sem gildir bæði á höfuðborgarsvæðinu og alls staðar á landsbyggðinni. Í dag er eitt árskort fyrir höfuðborgarsvæðið og svo á landsbyggðinni er kortinu skipt upp eftir landshlutum. Fyrir okkur sem búum á Norðurlandi og þurfum að sækja þjónustu og/eða afþreyingu á höfuðborgarsvæðið – eða eigum jafnvel foreldra eða fjölskyldumeðlimi á Suðurlandi – er ómögulegt að nýta sama árskortið. Í mínu tilfelli, en ég bý á Blönduósi, er kortið eingöngu miðað við Staðarskála og Egilsstaði. Ég kemst ekki einu sinni til Reykjavíkur á árskorti Norðlendinga! Þessu þarf strætó að breyta og laga strax. Já, strax er ekki teygjanlegt hugtak líkt og einn þingmaður orðaði það svo skemmtilega um árið. Þetta á ekki að vera vandamál því þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu fara ekki oft á landsbyggðina og þeir sem búa á landsbyggðinni fara nokkrum sinnum á ári í
...