Tillaga Einars Þorsteinssonar borgarstjóra um hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík var samþykkt af meirihluta borgarstjórnar á borgarstjórnarfundi sem haldinn var sl. þriðjudag. Það voru borgarfulltrúar meirihlutans, þ.e
Gatnagerðargjöld Gjöld á íbúðir í fjölbýli hækka um allt að 90%.
Gatnagerðargjöld Gjöld á íbúðir í fjölbýli hækka um allt að 90%. — Morgunblaðið/Karítas

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Tillaga Einars Þorsteinssonar borgarstjóra um hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík var samþykkt af meirihluta borgarstjórnar á borgarstjórnarfundi sem haldinn var sl. þriðjudag.

Það voru borgarfulltrúar meirihlutans, þ.e. Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar, sem greiddu atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Vinstri-grænna voru á móti. Borgarfulltrúar Sósíalista sátu hjá.

Samþykkt þessarar tillögu hefur mikla hækkun gatnagerðargjalda í för með sér, en eins og frá var greint í Morgunblaðinu á þriðjudag munu gjöld fyrir 60 fermetra íbúð í fjölbýli hækka um 90%.

Slík hækkun byggingarkostnaðar sem hækkun gatnagerðargjaldanna hefur

...