Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fyrirtækið Hvalsnes býður nú upp á nýja lausn á fasteignamarkaði sem ætlað er að rjúfa kyrrstöðu sem gjarnan myndast vegna langra sölukeðja. Er þjónusta fyrirtækisins kynnt á vefsíðunni kaupumeignir.is.
Eigandi fyrirtækisins er Kjartan Andrésson, sem í meira en 20 ár hefur verið virkur þátttakandi á fasteignamarkaðinum, segir þetta algjöra nýlundu hér á landi en að hún þekkist í ýmsum myndum víða erlendis.
„Markaðurinn hér heima er flókinn og söluhraði eigna yfirleitt mikill. Hins vegar er meðallengd sölukeðjunnar um þessar mundir fjórar eignir og fólk er að lenda í verulegum vandræðum. Vegna fyrirvara og sölutregðu sem oft myndast í keðjunum er fólk að missa af draumaeigninni og fátt sem fólk getur gert til þess að bregðast
...