Ný íslensk kvikmynd, Fjallið eftir Ásthildi Kjartansdóttur, fer í almennar sýningar í kvikmyndahúsum í dag. Í samtali við Morgunblaðið segir Ásthildur verkefnið hafa verið í bígerð lengi en hún hafi fengið hugmyndina að myndinni árið 2016
Viðtal
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheiðurb@mbl.is
Ný íslensk kvikmynd, Fjallið eftir Ásthildi Kjartansdóttur, fer í almennar sýningar í kvikmyndahúsum í dag. Í samtali við Morgunblaðið segir Ásthildur verkefnið hafa verið í bígerð lengi en hún hafi fengið hugmyndina að myndinni árið 2016. Markmiðið hafi frá upphafi verið að gera svokallaða vegamynd en söguþráðurinn hafi þróast með tímanum.
„Þetta er alltaf svona. Maður fær hugmynd, vinnur með hana og hún breytist. Svo leggur maður hana kannski frá sér,“ segir Ásthildur og bendir á að hún hafi gert aðra kvikmynd í fullri lengd í millitíðinni. Það
...