Kenn­ara­sam­bandið (KÍ) hef­ur boðað til verk­falla í fimm fram­halds­skól­um, sem hefjast 21. fe­brú­ar hafi samn­ing­ar ekki náðst. Kennarar í Tónlistarskóla Akureyrar hafa einnig boðað verkfall. Nú þegar eru verkföll í 14 leikskólum og…
Verkföll Magnús Þór formaður KÍ.
Verkföll Magnús Þór formaður KÍ. — Morgunblaðið/Eggert

Kenn­ara­sam­bandið (KÍ) hef­ur boðað til verk­falla í fimm fram­halds­skól­um, sem hefjast 21. fe­brú­ar hafi samn­ing­ar ekki náðst. Kennarar í Tónlistarskóla Akureyrar hafa einnig boðað verkfall. Nú þegar eru verkföll í 14 leikskólum og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum, sem hafa áhrif á um 5.000 fjölskyldur.

Í til­kynn­ingu á vef KÍ seg­ir að boðað hafi verið til verk­falla í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri, Verk­mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri, Borg­ar­holts­skóla, Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands og Fjöl­brauta­skóla Snæ­fell­inga 21. fe­brú­ar, hafi samn­ing­ar ekki náðst í viðræðum sam­bands­ins við ríki og sveit­ar­fé­lög. Voru verkfallsaðgerðir í skólunum samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta. Var kjör­sókn í öll­um til­fell­um góð eða á bil­inu 88% til 100%.

Um miðjan dag í gær boðaði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari formann KÍ, Magnús Þór Jónsson, til fundar við sig í Karphúsinu. Jákvætt hljóð var í Ástráði er mbl.is ræddi við hann síðdegis í

...