![Verkföll Magnús Þór formaður KÍ.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/f3351e75-8096-4dd8-a8cb-ebf6f2e08718.jpg)
Kennarasambandið (KÍ) hefur boðað til verkfalla í fimm framhaldsskólum, sem hefjast 21. febrúar hafi samningar ekki náðst. Kennarar í Tónlistarskóla Akureyrar hafa einnig boðað verkfall. Nú þegar eru verkföll í 14 leikskólum og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum, sem hafa áhrif á um 5.000 fjölskyldur.
Í tilkynningu á vef KÍ segir að boðað hafi verið til verkfalla í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst í viðræðum sambandsins við ríki og sveitarfélög. Voru verkfallsaðgerðir í skólunum samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta. Var kjörsókn í öllum tilfellum góð eða á bilinu 88% til 100%.
Um miðjan dag í gær boðaði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari formann KÍ, Magnús Þór Jónsson, til fundar við sig í Karphúsinu. Jákvætt hljóð var í Ástráði er mbl.is ræddi við hann síðdegis í
...