![Watachico Kristófer kynnir glænýja tónlist sína í Salnum á Safnanótt.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/6ccb16cd-945b-462f-9d07-e4ab9b8a2c1b.jpg)
Watachico Kristófer kynnir glænýja tónlist sína í Salnum á Safnanótt.
Kristófer Rodriguez Svönuson bæjarlistamaður Kópavogs kynnir glænýja tónlist undir nafninu Watachico á tónleikum í Salnum á Safnanótt, 7. febrúar, að því er segir í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 20 en frá 19.30 mun hljómsveitin Nola Copa flytja útsetningar Össurar Geirssonar á sveiflutónlist frá New Orleans. „Í tónlist sinni kannar Kristófer tónlistarhefðir Suður-Ameríku á sinn persónulega máta og bræðir inn í hljóðheim sinn.“
Með Kristófer koma fram þau Birgir Steinn Theodórsson, Daði Birgisson, Daníel Helgason, Ingibjörg Turchi, Matthías Hemstock, Örn Elías Guðmundsson (Mugison), Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Samúel J. Samúelsson, Sölvi Kolbeinsson og Tumi Torfason.