Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Mikil sorg ríkir í Svíþjóð eftir skotárás í skóla í Örebro í Svíþjóð á þriðjudag þar sem ellefu létu lífið, þar á meðal árásarmaðurinn, og sex særðust, þar af fimm alvarlega.
Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á alla þá sem létu lífið að sögn lögreglu. Í yfirlýsingu frá borgarstjórn Örebro kom fram að fimm þeirra sem særðust, fjórir karlmenn og ein kona, hefðu gengist undir aðgerð á háskólasjúkrahúsi borgarinnar og tvö lægju enn á gjörgæsludeild. Að auki hlaut kona minni háttar skotáverka. Allir þeir sem særðust eru eldri en 18 ára.
Skólinn þar sem árásin var gerð er á svæði sem nefnist Campus Risbergska í Örebro. Um er að ræða skóla þar sem boðið er upp á endurmenntun fyrir fullorðna en einnig sækja grunnskólanemendur námskeið
...