— Morgunblaðið/Eggert

Hættustigi almannavarna var lýst yfir í flestum landshlutum í gær. Einnig er varað við óveðri í dag á höfuðborgarsvæðinu og hætt við að röskun verði á skólastarfi. Er fólk hvatt til að halda sig heima. Björgunarsveitir og lögregla fengu fjölda útkalla víða um land. Þrumur og eldingar voru á höfuðborgarsvæðinu og þakplötur fóru á flug í miðborg Reykjavíkur, þar sem myndin var tekin síðdegis. » 2