Baksvið
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Jón Ármann Steinsson, útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni, hefur undir höndum ljósastæði úr bílskúrnum við heimili Geirfinns Einarssonar á Brekkubrautinni í Keflavík. Að sögn vitnis sem vísað er til í bókinni beið Geirfinnur þar bana í átökum við mann sem hann þekkti að kvöldi 19. nóvember 1974. Jón telur það vera þess virði að láta rannsaka ljósið til að kanna hvort þar geti leynst lífefni sem geti stutt frásögn vitnisins.
„Í skýrslum, öðrum en þeim sem gerðar voru við upphaf rannsóknarinnar í Keflavík, kemur fram að öskur hafi heyrst fyrir utan heimili Geirfinns þetta kvöld og vitni lýsa sem drápsöskrum. Við erum með vitni sem sá Geirfinn í átökum við annan mann, sem við getum nafngreint, inni í bílskúrnum. Þar var
...