„Við búumst við að fá fréttir frá lyfjaöryggisnefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um miðjan maí, en Novo Nordisk er nú að yfirfara öll gögn eftir að öryggisnefndin tók erindið fyrir um miðjan janúar,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg…
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Við búumst við að fá fréttir frá lyfjaöryggisnefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um miðjan maí, en Novo Nordisk er nú að yfirfara öll gögn eftir að öryggisnefndin tók erindið fyrir um miðjan janúar,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar varðandi fréttir af tveimur rannsóknum sem gætu bent til þess að samband væri milli notkunar semaglútíðlyfja og aukinnar tíðni alvarlegs augnsjúkdóms, blóðþurrðarsjóntaugarkvilla án slagæðabólgu, sem getur skemmt sjóntaugina og jafnvel orsakað blindu.
Tilkynna þarf aukaverkanir
„Þegar lyf komast í svona víðtæka dreifingu má búast við að aukaverkanir geti komið upp á alheimsvísu og bara hérlendis eru rúmlega 16 þúsund á þessum lyfjum. Í þessum rannsóknum var aukin fylgni milli
...