„Útlitið er ágætt. Í þessum róðri ætlum við að halda okkur hér við Reykjanesið enda er þorskurinn nú að færa sig til vesturs með suðurströndinni, eins og jafnan gerist á þessum árstíma. Vetrarvertíðin fer vel af stað,“ segir Benedikt Páll Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Útlitið er ágætt. Í þessum róðri ætlum við að halda okkur hér við Reykjanesið enda er þorskurinn nú að færa sig til vesturs með suðurströndinni, eins og jafnan gerist á þessum árstíma. Vetrarvertíðin fer vel af stað,“ segir Benedikt Páll Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK. Báturinn fór út á mánudagskvöld og skipverjar verða að fram á helgina. Föst venja er að landað sé úr þessum báti, sem Vísir hf. á og gerir út, og í byrjun hverrar nýrrar vinnuviku sé nóg hráefni til vinnslu svo allt rúlli samkvæmt áætlun.
Veiddu stóran og fallegan fisk
„Síðasti túr var fínn. Þá vorum við hér á Meðallandsbugtinni fyrir austan og þetta gekk fínt. Við náðum 122 tonnum af fiski eða 385 körum og að uppistöðu var þetta þorskur, stór og fallegur fiskur
...