60 ára Már ólst upp á Mímisvegi og í Fossvogi, en hefur búið í aldarfjórðung í Hafnarfirði. Hann útskrifaðist úr Verzlunarskólanum árið 1985, University of Arizona með BA-gráðu í heimspeki og BSBA í fjármálafræði árið 1994, MSc frá Háskóla Íslands…

60 ára Már ólst upp á Mímisvegi og í Fossvogi, en hefur búið í aldarfjórðung í Hafnarfirði. Hann útskrifaðist úr Verzlunarskólanum árið 1985, University of Arizona með BA-gráðu í heimspeki og BSBA í fjármálafræði árið 1994, MSc frá Háskóla Íslands (HÍ) árið 2009, og PhD frá Háskólanum í Reykjavík (HR) árið 2016. Hann hlaut löggildingu sem verðbréfamiðlari bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Már hefur starfað mest við fjármál með einum eða öðrum hætti. Hann starfaði hjá Landsbankanum, Morgan Stanley, Búnaðarbanka verðbréfum, Sparisjóði Hafnarfjarðar, SPH verðbréfum, Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), NordVest Securities og Icebank. „Ég vann á flestum sviðum fjármálageirans árin 1996-2009, meðal annars sem forstjóri VSP, sem ég tók þátt í að stofna, hef verið yfirmaður verðbréfadeildar, stýrði bæði eignastýringu og sjóðastýringu, yfirmaður viðskipta eigin

...