![Búðardalur Skortur á atvinnuhúsnæði hamlar framþróun byggðarinnar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/2e8ef28d-1a2c-4f59-a052-ed92cf43889b.jpg)
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf., í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð, leitar eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Byggðastofnunar.
Þar kemur fram að Byggðastofnun og Dalabyggð hafi undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun leggi til fjármagn í verkefnið, allt að 150 milljónir króna, og Dalabyggð leggi til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa.
Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem markmiðið er að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun.
Leitað er að samstarfsaðilum sem vilja koma inn sem fjárfestar í verkefninu, byggingaraðilum sem jafnframt hafa áhuga á því
...