46 ára karlmaður, Alfreð Erling Þórðarson, sem ákærður er fyrir tvöfalt morð á eldri hjónum í Neskaupstað 21. ágúst, var á tímabili nauðungarvistunar samkvæmt úrskurði þegar morðin voru framin. Alfreð Erling hefur lengi glímt við alvarlegan geðrænan …
Viðar Guðjónsson
Gunnar Gunnarsson
46 ára karlmaður, Alfreð Erling Þórðarson, sem ákærður er fyrir tvöfalt morð á eldri hjónum í Neskaupstað 21. ágúst, var á tímabili nauðungarvistunar samkvæmt úrskurði þegar morðin voru framin.
Alfreð Erling hefur lengi glímt við alvarlegan geðrænan vanda, haft miklar ranghugmyndir og var þrívegis úrskurðaður í nauðungarvistun á innan við ári.
Var hann í júní 2024 úrskurðaður fyrir dómi í 12 vikna nauðungarvistun sem er úrræði sem sjaldan er gripið til. Í skýrslum geðlækna var hann sagður „mögulega hættulegur sjálfum sér og öðrum.“
Segir mikið álag á geðdeild
Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðþjónustu Landspítala, kom ekki að máli Alfreðs en
...