Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á næstu dögum við borun vinnsluholu eftir heitu vatni á Laugarvatni. Aukin eftirspurn er eftir heitu vatni í byggðarlaginu, bæði vegna fjölgunar íbúa og einnig vegna stækkunar baðstaðarins Fontana á Laugarvatni
Laugarvatn Þörf fyrir meira heitt vatn hefur aukist jafnt og þétt í byggðarlaginu m.a. vegna fjölgunar íbúa og stækkunar heilsulindarinnar Fontana.
Laugarvatn Þörf fyrir meira heitt vatn hefur aukist jafnt og þétt í byggðarlaginu m.a. vegna fjölgunar íbúa og stækkunar heilsulindarinnar Fontana. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á næstu dögum við borun vinnsluholu eftir heitu vatni á Laugarvatni. Aukin eftirspurn er eftir heitu vatni í byggðarlaginu, bæði vegna fjölgunar íbúa og einnig vegna stækkunar baðstaðarins Fontana á Laugarvatni. Gera menn sér góðar vonir um að finna megi nægilegt heitt vatn til að mæta aukinni þörf notenda og auka um leið rekstraröryggi Bláskógaveitu, hitaveitu Bláskógabyggðar.

Gert hefur verið ráð fyrir að borað verði að hámarki niður á um 400-500 metra dýpi og holan verði síðan fóðruð niður á 100-120 metra dýpi. Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar, segir menn þó gera sér vonir um að ekki þurfi að bora svo djúpt en það eigi eftir að koma í ljós.

ÍSOR hefur unnið

...