![Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/6c187ef4-6250-4c6f-aa37-307084f64d96.jpg)
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen
Í lok febrúar munu félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga kjósa sér nýjan formann til næstu fjögurra ára. Það eru margar áskoranir sem nýr formaður stendur frammi fyrir.
Hagsmunagæsla hjúkrunarfræðinga fer fram á mörgum vígstöðvum og mikilvægt að félagið eigi sér sterkan talsmann fyrir félagsmenn, bæði meðal aðildarfélaga, í alþjóðasamstarfi og innan stjórnsýslunnar. Þótt nú sé í höfn kjarasamningur til næstu fjögurra ára er ástæða til að hefja undirbúning fyrir næstu kjaraviðræður. Mikilvægt skref var tekið í nýgerðum samningi með vörpun í nýja töflu sem styrkir okkur í samanburði til frekari hækkunar grunnlauna. Það er aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um menntun, þekkingu og símenntun okkar ásamt skilgreiningu ábyrgðar og stjórnunarspönn. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er mikil og á eftir að
...