![Risasvig Hólmfríður Dóra á fullri ferð á síðustu vetrarólympíuleikum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/3735b00d-33e7-4e1a-99b4-311dba7cf104.jpg)
Risasvig Hólmfríður Dóra á fullri ferð á síðustu vetrarólympíuleikum.
— AFP
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir í dag fyrst Íslendinganna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Saalbach í Austurríki.
Hún er þá á meðal keppenda í risasvigi og keppir síðan aftur í bruni á laugardaginn.
Í næstu viku þegar svig og stórsvig eru á dagskrá er svo komið að hinum fjórum keppendum Íslands en þá keppa Gauti Guðmundsson, Jón Erik Sigurðsson, Sturla Snær Snorrason og Tobias Hansen, ásamt því að Hólmfríður verður einnig með í báðum greinunum.
Hólmfríður tók þátt í lokaæfingunni fyrir risasvigið í gær. Henni var raðað upp númer 40 í röðinni af 43 keppendum og hafnaði í 40. sæti á 1:48,79 mínútum.
Mirjam Puchner frá Austurríki fékk besta tímann, 1:42,30
...