Einar Þorsteinsson borgarstjóri talar tæpitungulaust um vandræði meirihlutans í Reykjavík í nýjasta þætti Dagmála. „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í í kringum þetta mál – og eðlilega
Borgin Einar Þorsteinsson borgarstjóri talar á köflum umbúðalaust í þætti dagsins í Dagmálum Morgunblaðsins.
Borgin Einar Þorsteinsson borgarstjóri talar á köflum umbúðalaust í þætti dagsins í Dagmálum Morgunblaðsins. — Morgunblaðið/Hallur Már

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Einar Þorsteinsson borgarstjóri talar tæpitungulaust um vandræði meirihlutans í Reykjavík í nýjasta þætti Dagmála.

„Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar.“

Mun standa með flugvellinum

Hingað til hafa tillögur Sjálfstæðisflokksins ekki fengið brautargengi í borgarstjórn og um árabil hefur meirihlutinn unnið eftir þeirri stefnu að flugvöllurinn skuli burt úr Vatnsmýrinni, og sú umræða hélt áfram jafnvel eftir að eldsumbrot hófust á Reykjanesskaga í næsta nágrenni

...