Þýðing Reykjavíkurflugvallar fyrir íslenskt samfélag í hinu stóra samhengi hlutanna verður rædd á opnum fundi á Hótel Natura í Reykjavík í dag. Fundurinn hefst kl
![Reykjavíkurflugvöllur Aðflug að brautinni sem liggur að Fossvogi.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/2f197837-0a23-48d6-a698-bbf4bd7274fb.jpg)
Reykjavíkurflugvöllur Aðflug að brautinni sem liggur að Fossvogi.
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þýðing Reykjavíkurflugvallar fyrir íslenskt samfélag í hinu stóra samhengi hlutanna verður rædd á opnum fundi á Hótel Natura í Reykjavík í dag. Fundurinn hefst kl. 17 og í tilkynningu frá Flugmálafélagi Íslands sem að þessum viðburði stendur segir að flugvöllurinn gegni lykilhlutverki í íslenskum flugsamgöngum. Megi þá einu gilda hvort horft sé til innanlands- eða millilandaflugs – eða þá sjúkraflugs, almanna- og kennsluflugs. Þróun vallarins og framtíð hafi verið mikið til umræðu að undanförnu og því sé mikilvægt nú að kalla eftir upplýstri og faglegri umræðu um málið. Þau sem vel til málanna þekkja hafi því verið kölluð til.
...