Viðar Guðjónsson
Gunnar Gunnarsson
Karlmaður sem ákærður er fyrir tvöfalt manndráp í Neskaupstað í ágúst í fyrra var í júní í fyrra úrskurðaður í allt að 12 vikna nauðungarvistun. Manndrápin áttu sér stað innan þess tímabils sem nauðungarvistunin náði til í úrskurði. Geðlæknir segir slík vistunarrými hérlendis vera mun færri en í nágrannalöndunum, miðað við fólksfjölda. Plássleysið skapi þrýsting á að útskrifa einstaklinga sem fyrst og að fólk sé ekki „læknað“ þótt það sé frjálst ferða sinna. Erfiðara er að sinna eftirfylgd með skjólstæðingum af landsbyggðinni vegna takmarkaðrar þjónustu þar.
Alfreð Erling Þórðarson, 45 ára gamall Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið eldri hjónum í bænum bana að kvöldi miðvikudagsins 21. ágúst. Samkvæmt ákæruskjali var árásin hrottafengin þar sem hann sló
...