Frönsk tónlist frá síðustu öld verður allsráðandi á næstu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins sem haldnir verða í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 9. febrúar kl. 16. Kammerhópurinn Camerarctica flytur tvö verk frá upphafi aldarinnar, frægan…

Frönsk tónlist frá síðustu öld verður allsráðandi á næstu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins sem haldnir verða í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 9. febrúar kl. 16. Kammerhópurinn Camerarctica flytur tvö verk frá upphafi aldarinnar, frægan strengjakvartett eftir Maurice Ravel og sónötu fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Darius Milhaud, og eitt frá 10. áratugnum, tríó fyrir klarínettu, víólu og píanó eftir Jean Françaix. Flytjendur eru Ármann Helgason klarínettuleikari, fiðluleikararnir Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir, víóluleikarinn Svava Bernharðsdóttir, sellóleikarinn Sigurður Halldórsson og píanistinn Helga Bryndís Magnúsdóttir.