Söngvakeppnin 2025 hefst formlega laugardaginn 8. febrúar þegar fyrri undankeppnin fer fram í beinni útsendingu á RÚV. Í aðdraganda keppninnar tekur K100 á móti keppendunum í Skemmtilegri leiðinni heim, þar sem þau Ásgeir Páll, Regína Ósk og Jón Axel kynna þau enn betur fyrir hlustendum
![Fjölbreytni Allir tíu keppendur Söngvakeppninnar 2025 ræða keppnina og flytja lög úr fyrri Söngvakeppnum í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðinni heim þessa og næstu viku.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/f32e8604-d1df-424e-908f-20c8e323d043.jpg)
Fjölbreytni Allir tíu keppendur Söngvakeppninnar 2025 ræða keppnina og flytja lög úr fyrri Söngvakeppnum í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðinni heim þessa og næstu viku.
— Ljósmynd/RÚV/Ragnar Visage
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Söngvakeppnin 2025 hefst formlega laugardaginn 8. febrúar þegar fyrri undankeppnin fer fram í beinni útsendingu á RÚV. Í aðdraganda keppninnar tekur K100 á móti keppendunum í Skemmtilegri leiðinni heim, þar sem þau Ásgeir Páll, Regína Ósk og Jón Axel kynna þau enn betur fyrir hlustendum. Að auki flytja keppendurnir lag að eigin vali úr fyrri Söngvakeppnum í útsendingu frá Hádegismóum.
Regína Ósk, sem sjálf hefur bæði tekið þátt í Söngvakeppninni og Eurovision, segir það alltaf einstaka upplifun að fylgjast með keppninni og undirbúningi keppenda.
Ljósið í myrkrinu
„Við viljum gera mikið úr Söngvakeppninni enda er hún eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins. Það eru svo margir ungir og
...