Söngvakeppnin 2025 hefst formlega laugardaginn 8. febrúar þegar fyrri undankeppnin fer fram í beinni útsendingu á RÚV. Í aðdraganda keppninnar tekur K100 á móti keppendunum í Skemmtilegri leiðinni heim, þar sem þau Ásgeir Páll, Regína Ósk og Jón Axel kynna þau enn betur fyrir hlustendum
Fjölbreytni Allir tíu keppendur Söngvakeppninnar 2025 ræða keppnina og flytja lög úr fyrri Söngvakeppnum í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðinni heim þessa og næstu viku.
Fjölbreytni Allir tíu keppendur Söngvakeppninnar 2025 ræða keppnina og flytja lög úr fyrri Söngvakeppnum í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðinni heim þessa og næstu viku. — Ljósmynd/RÚV/Ragnar Visage

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Söngvakeppnin 2025 hefst formlega laugardaginn 8. febrúar þegar fyrri undankeppnin fer fram í beinni útsendingu á RÚV. Í aðdraganda keppninnar tekur K100 á móti keppendunum í Skemmtilegri leiðinni heim, þar sem þau Ásgeir Páll, Regína Ósk og Jón Axel kynna þau enn betur fyrir hlustendum. Að auki flytja keppendurnir lag að eigin vali úr fyrri Söngvakeppnum í útsendingu frá Hádegismóum.

Regína Ósk, sem sjálf hefur bæði tekið þátt í Söngvakeppninni og Eurovision, segir það alltaf einstaka upplifun að fylgjast með keppninni og undirbúningi keppenda.

Ljósið í myrkrinu

„Við viljum gera mikið úr Söngvakeppninni enda er hún eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins. Það eru svo margir ungir og

...