Samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum og ýmsum miðlum í Noregi hefur ríkisstjórnin þar í landi kynnt þá fyrirætlun sína að frá 1. október 2025 verði heimilum gerður fastverðssamningur um rafmagn á 40 norska aura/kWh, sem jafngildir um fimm íslenskum krónum á hverja kílóvattstund rafmagns.
Í samtali við Morgunblaðið segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna: „Raforkuverð hefur að undanförnu hækkað mun meira en almennt verðlag og ef ekkert verður að gert mun staðan hjá okkur verða svipuð og í Norður-Evrópu þar sem raforka hækkaði fyrir nokkrum árum þrefalt, fjórfalt og hefur ekki náð að lækka aftur. Þetta getum við komið í veg fyrir ef við viljum.“
Í samanburði við Noreg er raforkuverð heimila á Íslandi um 10-13 kr/kWh og virðist fara hækkandi. Með þessari aðgerð í Noregi yrði raforka til heimila meira en
...