![](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/17b340b2-0c03-44dd-9538-8c100dd0390d.jpg)
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Bandaríkin munu taka yfir stjórn á Gasasvæðinu og um leið taka til hendinni þar. Við munum eiga svæðið og bera ábyrgð á að fjarlægja allar hættur, ósprungnar sprengjur og önnur hættuleg vopn. Jafna svæðið við jörðu, losa okkur við öll ónýtu húsin og skapa efnahagssvæði sem myndi útvega fólki störf og húsnæði,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í Washington eftir fund hans í fyrrakvöld með Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Málefni Mið-Austurlanda voru helst til umræðu á fundi leiðtoganna.
Óhætt er að fullyrða að ummæli forsetans um hugsanlega yfirtöku Bandaríkjanna á Gasa komu viðstöddum mjög á óvart, eða eins og einn blaðamaður í salnum sagði við Trump: Þú segir við okkur hér í kvöld að Bandaríkin muni taka
...