Borgarleikhúsið Brúðkaup Fígarós ★★★★· Tónlist: Wolfgang Amadeus Mozart. Texti: Lorenzo da Ponte í íslenskri þýðingu og aðlögun Bjarna Thors Kristinssonar. Leikstjórn: Bjarni Thor Kristinsson. Leikmynd: Eva Björg Harðardóttir. Búningar: Andri Unnarsson. Lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson. Tíu manna kammersveit. Tónlistarstjóri: Elena Postumi. Söngvarar: Oddur Arnþór Jónsson (greifinn), Bryndís Guðjónsdóttir (greifynjan), Jóna G. Kolbrúnardóttir (Súsanna), Unnsteinn Árnason (Fígaró), Kristín Sveinsdóttir (Cherubino), Hildigunnur Einarsdóttir (Macellina), Jón Svavar Jósefsson (Bartolo), Eggert Reginn Kjartansson (Basilo / Dun Curzio), Vera Hjördís Matsdóttir (Barbarina), Ragnar Pétur Jóhannsson (Antonio). Ósungið hlutverk sendils: Íris Sveinsdóttir. Frumsýning á Nýja sviði Borgareikhússins sunnudaginn 2. febrúar 2025.
Átök Oddur Arnþór Jónsson og Jóna G. Kolbrúnardóttir í hlutverkum sínum sem greifinn og Súsanna í verki Mozarts.
Átök Oddur Arnþór Jónsson og Jóna G. Kolbrúnardóttir í hlutverkum sínum sem greifinn og Súsanna í verki Mozarts.

Ópera

Magnús Lyngdal

Magnússon

Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791) vildi öðru fremur semja ­óperur og eftir að hann fluttist búferlum til Vínarborgar árið 1781 og starfaði þar að langmestu leyti sjálfstætt fæddist hvert meistaraverkið á fætur öðru. Frægastar eru vísast da Ponte-­óperurnar þrjár, Le nozze di Figaro (1786), Don Giovanni (1787) og Così fan tutte (1790) auk svo auðvitað Töfraflautunnar (1791).

Það var einmitt fyrsta da Ponte-óperan, Le nozze di Figaro, sem var frumsýnd á Nýja sviði Borgarleikhúsins nú snemma í febrúar og þá í því sem nefnt er „íslensk þýðing“ Bjarna Thors Kristinssonar sem jafnframt leikstýrir uppfærslunni. Ég hef ekkert á móti því að ­óperur séu færðar upp á íslensku en auðvitað er hætt við að sumt fari fyrir ofan garð og neðan

...