Verkið Suga. Lennon Ono var sýnt á einkasýningu Helga Hjaltalín, Haugsuga / Dreifari, í galleríi Kling og Bang árið 2022. Stafrænn veruleiki samtímans þar sem óheft flæði myndmáls og ímynda er alltumlykjandi verður listamanninum tilefni til athugunar á gildi og merkingu myndmáls og sjónrænna áhrifa þegar hann endurvinnur gamlar fundnar ljósmyndir eins og í þessu verki.
Myndir sem fela í sér einhvers konar pólitískan eða trúarlegan boðskap verða oftar en ekki fyrir valinu til frekari úrvinnslu. Með því að meðhöndla myndirnar – stækka þær upp, klippa, lita og líma og margfalda – skapast ný lög merkinga þar sem hugmyndum um stað, tíma og tilefni hefur verið raskað. Hér er myndefnið hinn frægi gjörningur bítilsins Johns Lennon og konu hans Yoko Ono árið 1969. Til þess að sýna andúð á hvers kyns stríði og ófriði í heiminum ákváðu þau að dvelja í rúmi á hótelherbergi í Amsterdam
...