Embla Medical birti í gær uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs og árið í heild. Í tilkynningu félagsins kemur fram að sala á fjórða ársfjórðungi hafi numið 225 milljónum bandaríkjadala (31 milljarði íslenskra króna) og rekstrarhagnaður…
Matthías Johannessen
mj@mbl.is
Embla Medical birti í gær uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs og árið í heild.
Í tilkynningu félagsins kemur fram að sala á fjórða ársfjórðungi hafi numið 225 milljónum bandaríkjadala (31 milljarði íslenskra króna) og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, EBITDA, á sama tíma hafi numið 47 milljónum bandaríkjadala (sex milljörðum íslenskra króna), sem er reiknuð framlegð upp á 21%. Á sama tíma fyrir ári nam þessi framlegð 18%.
Skuldahlutfall hagstætt
Aukin framlegð er afleiðing meiri sölu ásamt hnitmiðuðum aðgerðum sem ráðist var í á árinu til að skera niður kostnað og auka hagkvæmni í framleiðslu. Þetta ásamt aðgerðum gagnvart ýmsum föstum kostnaði félagsins.
...