Jón Oddgeir Guðmundsson
Í grein minni í Morgunblaðinu 13. september sl. vakti ég athygli lesenda á því að við þingsetningu í haust væri einungis bein sjónvarpsútsending frá dagskrá í þingsal en ekki frá guðsþjónustu í Dómkirkjunni á undan sem aðeins var útvarpað á Rás 1. Við embættistöku nýs forseta Íslands 1. ágúst sl. hefði aftur á móti verið bein útsending í sjónvarpi bæði frá guðsþjónustunni og athöfn í þingsal.
Í grein minni óskaði ég eftir svörum frá útvarpsstjóra, forseta Alþingis eða skrifstofustjóra Alþingis. Engin svör bárust að mér vitandi, hvorki með blaðaskrifum né netskrifum, en ég bar þá von í brjósti að greinaskrifin hefðu ýtt við þeim sem málið varðaði og þetta yrði lagað – sýnt yrði frá allri þingsetningarathöfninni jafnt í Dómkirkjunni og í þingsal.
Við þingsetningu 4. febrúar
...