„Ég flutti til Noregs til þess að verða yfirkokkur hérna hinum megin við fjörðinn, í Tau,“ segir Sigurður Rúnar Ragnarsson, kokkur og veitingamaður, sem er á góðri leið með að verða innsti koppur í búri veislumatvæla og góðra vína í…
Matgæðingurinn Sigurður Rúnar Ragnarsson, kokkur og veitingamaður, er með fjölda járna í sínum eldum.
Matgæðingurinn Sigurður Rúnar Ragnarsson, kokkur og veitingamaður, er með fjölda járna í sínum eldum.

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég flutti til Noregs til þess að verða yfirkokkur hérna hinum megin við fjörðinn, í Tau,“ segir Sigurður Rúnar Ragnarsson, kokkur og veitingamaður, sem er á góðri leið með að verða innsti koppur í búri veislumatvæla og góðra vína í norsku olíuhöfuðborginni Stavanger sem í sínu heillandi veldi og timburhúsabyggð lúrir við Byfjorden, skammt frá opnu gini Norðursjávarins.

Ekki hafði matgæðingur þessi langa viðdvöl í smáþorpinu Tau, aðeins nokkra mánuði, áður en iðandi veitingalíf Stavanger tók honum opnum örmum, en borgin sú, nú heimili um 150.000 íbúa, hefur löngum haft sterk tengsl við mat, einkum sjávarfang, og mátti þar finna frumkvöðla í niðursuðu matvæla áður en hún var gerð að höfuðborg olíuiðnaðar Norðmanna

...