Lilja fæddist 21. ágúst 1924 á Vorsabæjarhóli í Gaulverjabæjarhreppi, skírð 14. september það sama ár. Hún lést á Hrafnistu Hafnarfirði

25. janúar 2025.

Lilja ólst þar upp á Vorsabæjarhóli til sex ára aldurs, þaðan lá svo leiðin með fjölskyldunni til Stokkseyrar þar sem hún sleit barnsskónum.

Sextán ára urðu mikil kaflaskil, Lilja missti móður sína og við það urðu miklar breytingar í lífi hennar. Lilja flutti til Reykjavíkur, var hjá föðursystur sinni og fór að vinna við afgreiðslustörf.

Foreldrar hennar voru þau Helga Pálsdóttir, húsfreyja og klæðskeri, f. 30. maí 1896 í Árnessýslu, d. 11. júní 1941, aðeins 45 ára gömul, og Guðmundur Guðmundsson, bóndi í Rútsstaða-Norðurkoti í Árnessýslu, síðar trésmíðameistari og verkamaður á Stokkseyri og

...