Sviðsljós
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Breytingarnar á lögum um almannatryggingar sem Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur boðað til að bæta kjör öryrkja og eldra fólks verða væntanlega lögfestar á yfirstandandi þingi. Samkvæmt þingmálaskránni er frumvarp væntanlegt í mars en áform um þessar breytingar hafa nú verið kynnt í samráðsgátt.
Aðgerðirnar ganga annars vegar út á að fest verði í lög að öryrkjar fái áfram greidda aldursviðbót örorkulífeyris eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri, aldursviðbótin haldist þá ævilangt en falli ekki niður eins og verið hefur þegar öryrki verður 67 ára. Þetta mun hafa þá þýðingu að öryrkjar sem eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris ef þau voru ung metin með örorku muni áfram njóta stuðnings
...