![1873 Frédéric Chopin, á málverki eftir P. Schick.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/7ad5b282-44d6-4742-a696-ca627c1c51c1.jpg)
Stjórnvöld í Póllandi keyptu nýverið fágætar nótur að tónverki eftir Frédéric Chopin. Nóturnar verða til sýnis í Varsjá frá júní til október, en í haust verður í sömu borg alþjóðleg píanókeppni kennd við Chopin haldin í 19. sinn, en hún er haldin á fimm ára fresti. Þessu greinir AFP frá. Um er að ræða nótur að Ballöðu nr. 4 í f-moll, en nóturnar voru áður í einkaeigu.
„Þetta er fjársjóður,“ segir Hanna Wroblewska menningarráðherra Póllands og bendir á að afar fá eintök af handskrifuðum nótum Chopins hafi varðveist. Nóturnar, sem telja fjórar blaðsíður, „eru í frábæru ásigkomulagi. Þær hafa verið geymdar við fyrirtaksaðstæður í yfir 100 ár,“ hefur AFP eftir Seweryn Kuter forstöðumanni Chopin-stofnunarinnar. Chopin fæddist í Póllandi 1810, en flúði heimaland sitt 1830 og bjó um hríð í Vín áður en hann fluttist til Parísar þar
...