Ólafur Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri lést á Landspítalanum 2. febrúar, sjötugur að aldri.
Ólafur fæddist 6. apríl 1954 í Reykjavík, ólst upp í Grindavík og bjó þar nær alla tíð. Foreldrar Ólafs voru Jóhann Ólafsson múrarameistari og Ólöf Ólafsdóttir matráður og verslunarkona.
Ólafur lauk skólagöngu í Grindavík 13 ára. Fór þá, ófermdur, í Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk landsprófi þar 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1974. Tók þá frí frá námi í tvö ár og fór á sjóinn, en fór eftir það í KHÍ og lauk B.ed.-prófi 1979. Hann lauk 1. stigs námi í Stýrimannaskólanum 1978 sem hann tók með námi á öðru ári í KHÍ.
Á námsárunum vann Ólafur í byggingarvinnu og múrverki. Fór til sjós 18 ára, fyrst á síldveiðar í Norðursjó á Grindvíkingi GK og var lengst af á þeim báti á sumrin og eftir
...