Samgöngustofa hefur tekið upp nýja samskiptaleið við sjómenn sem felst í því að þremur mánuðum áður en gildistími námskeiðsskírteina, svo sem vegna öryggisfræðslu smábáta og grunnöryggisfræðslunámskeiðs, rennur út fá sjómenn póst gegnum Ísland.is…
![Sjómenn Mikilvægt er að hafa lokið öllum námskeiðum og endurnýjun réttinda og skírteina áður en frestur til þess rennur út.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/a7288487-b643-4ffc-82c0-a34fd4beb6a3.jpg)
Sjómenn Mikilvægt er að hafa lokið öllum námskeiðum og endurnýjun réttinda og skírteina áður en frestur til þess rennur út.
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Samgöngustofa hefur tekið upp nýja samskiptaleið við sjómenn sem felst í því að þremur mánuðum áður en gildistími námskeiðsskírteina, svo sem vegna öryggisfræðslu smábáta og grunnöryggisfræðslunámskeiðs, rennur út fá sjómenn póst gegnum Ísland.is þar sem þeir eru minntir á að gera viðeigandi ráðstafanir.
Einnig verður þessi samskiptamáti, sem nefnist hnipp, nýttur í tengslum við fleiri þætti svo sem námskeið Slysavarnaskóla sjómanna, atvinnuskírteini, sjóferðabækur, sjómannalæknisvottorð og skemmtibátaskírteini.
Minna umstang
„Vandinn sem hnippið nú leysir hefur raunar verið nokkuð lengi í umræðunni og jákvætt að geta veitt þessa þjónustu. Það hefur kostað óþarfa fyrirhöfn
...