Ríkisstjórnin kynnti í vikunni þingmálaskrá sína, en þar eru talin upp fyrirhuguð frumvörp, innleiðingar á EES-reglum, þingsályktunartillögur og skýrslur ráðherra til Alþingis. Alls ræðir þarna um 114 þingmál, en þau eru ærið misjöfn að vöxtum og inntaki
Baksvið
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Ríkisstjórnin kynnti í vikunni þingmálaskrá sína, en þar eru talin upp fyrirhuguð frumvörp, innleiðingar á EES-reglum, þingsályktunartillögur og skýrslur ráðherra til Alþingis.
Alls ræðir þarna um 114 þingmál, en þau eru ærið misjöfn að vöxtum og inntaki. Þar má finna fyrirætlanir um hápólitísk frumvörp, sem viðbúið er að valdi deilum í þinginu ef ekki utan þess, en svo er margt annað sem er óumdeildara.
Húsverkin óumdeildu
Þar má nefna ýmsa endurskoðun laga, sem sum hefur verið áskilin í fyrri lögum en önnur vegna fenginnar reynslu, breyttra aðstæðna og þess háttar. Alls eru um 40 þingmál, sem segja má að falli undir slík húsverk á Alþingi og snúa oftar en ekki að
...