![Árið án sumars „Sjónrænt er sýningin firna sterk og leggst þar allt á eitt, sviðsmynd, búningar og lýsingin.“](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/6b5c5e45-9f3f-4d6d-a828-12f1408e1d42.jpg)
Dans
Sesselja G.
Magnúsdóttir
Árið er 1816. Það er árið sem vísað er til í sögubókum sem „árið án sumars“. Fimm ungmenni, Mary Godwin (seinna Shelley), stjúpsystir hennar Claire Clairmont og kærasti Lord Byron, læknirinn hans dr. Polidori og Percy Shelley, hafa komið sér fyrir á sveitasetri við Genfarvatn til að njóta sumarsins; lesa, skrifa og sóla sig. Sumarið lætur aftur á móti ekki á sér kræla. Þess í stað er kalt og rigningasamt og sólin nær ekki að skína í gegnum skýin. Ástæða kuldans er eldgos í fjallinu Tambora í Indónesíu árið áður en fyrir utan eyðileggingu í nánasta nágrenni olli gosið hálfrar gráðu kólnun um allan heim vegna þess að öskuagnir frá því náðu upp í heiðhvolfið og höfðu áhrif á veðráttu miklu víðar. Í Evrópu og Norður-Ameríku komu afleiðingarnar fram í því
...