Vinnumálastofnun (VMST) gerir ráð fyrir í nýútkominni spá að atvinnuleysi verði meira á þessu ári en á seinasta ári. Árstíðabundnar sveiflur muni einnig aukast lítillega. Í skammtímaspá VMST fyrir komandi ár er gert ráð fyrir að árlegt atvinnuleysi…
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/ff2260ef-1aa4-4a31-8cc2-edf66c1c419c.jpg)
Sviðsljós
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Vinnumálastofnun (VMST) gerir ráð fyrir í nýútkominni spá að atvinnuleysi verði meira á þessu ári en á seinasta ári. Árstíðabundnar sveiflur muni einnig aukast lítillega. Í skammtímaspá VMST fyrir komandi ár er gert ráð fyrir að árlegt atvinnuleysi verði á bilinu 3,8-4,0% og að atvinnuleysi fari hæst upp í 4,2% á fyrri hluta ársins.
Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn á seinasta ári þar sem einnig er birt spá stofnunarinnar um þróun atvinnuleysis á árinu 2025. Spáð er að atvinnuleysi verði á bilinu 3,4-3,5% yfir sumarmánuðina og fari aftur yfir 4% undir lok ársins.
Í fyrra var meðalatvinnuleysi 3,5% samkvæmt tölum VMST og hækkaði úr 3,3% árið 2023.
...